Rafbílaframleiðandinn Tesla birti í dag myndir af fyrsta vöruflutningabílinn sem það ætlar að framleiða og af opnum sportbíl.
Beðið hefur verið nokkuð lengi eftir vörubílnum, Tesla Semi, en hann er sagður draga 800 kílómetra á einni rafhleðslufylli. Með 36 tonna hlass í togi þarf hann aðeins 20 sekúndur til að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu. Hafin verður smíði á þessum bíl árið 2019.
Afhjúpun ona sportbílsins kom hins vegar algjörlega á óvart. Segir Teslastjórinn Elon Musk að það verði hraðskreiðasti raðsmíðabíll sem nokkru sinni hefur verið smíðaður. Honum var ekið út úr gámi vöruflutningabílsins við kynninguna á honum.
Tesla Roadster er sagður munu komast allt að eittþúsund kílómetra á einni rafhleðslu. Hann verður aðeins 1,9 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið, slík er snerpa hans sögð verða. Þessi bíll kemur af færiböndum bílsmiðjunnar og á götuna árið 2020.