Fimm milljónir Kia Sportage

Íslendingar hafa kunnað að meta Kia sportage.
Íslendingar hafa kunnað að meta Kia sportage.

Kia fagnaði því í dag að fimm milljónir eintaka af sportjeppanum vinsæla Kia Sportage hafa nú selst á heimsvísu. Bíllinn var fyrst settur á markað árið 1993 og fagnar því 25 ára afmæli í ár.

Kia Sportage var fyrst kynntur á bílasýningunni í Tókíó árið 1991 tveimur árum áður en hann kom á markað og vakt þá strax talsverða athygli. Jepplingar voru á þeim tíma að ryðja sér til rúms í auknum mæli og þóttu framsæknir á margan hátt.

Kia ætlaði sér stóra hluti með Sportage en líklega óraði engum þó fyrir hversu miklum vinsældum sportjeppinn myndi ná og að 25 árum síðar væri bíllinn búinn að seljast í alls fimm milljónum eintaka um heim allan. Yfir 2.000 Sportage jepplingar hafa komið á götuna á Íslandi á þessum tíma.

Kia Sportage hefur einn verið söluhæsti bíll Kia á undanförnum árum. Nýjasta kynslóð sportjeppans hefur selst í alls milljón eintökum á aðeins 29 mánuðum. Og sem dæmi hafa síðustu tvær kynslóðir Sportage selst í tæplega 2000 eintökum hér á landi. Kia Sportage er framleiddur fyrir Evrópumarkað í hátæknivæddri verskmiðju Kia í Zilina í Slóvakíu. Þar hefur sportjeppinn verið framleiddur síðan 2007.

mbl.is