Prófa bílstjóralausan taxa

Í Tókýó í gær. Fyrsti reynsluakstur sjálfekna leigubílsins sem Toyota …
Í Tókýó í gær. Fyrsti reynsluakstur sjálfekna leigubílsins sem Toyota þróar í samvinnu við Uber.

Jap­anski bílsmiður­inn Toyota hef­ur gengið til liðs við skutlmiðlun­ina Uber um þróun og smíði sjálfek­inna leigu­bíla. Hef­ur Toyota í þessu sam­bandi fjár­fest í Uber fyr­ir 500 millj­ón­ir doll­ara.

Frum­gerð hins bíl­stjóra­lausa leigu­bíls eru þegar hafn­ar en mark­mið Toyota og Uber er að sjálfekn­ir leigu­bíl­ar verði komn­ir í notk­un í Tókýó þegar ólymp­íu­leik­arn­ir í Jap­an hefjast árið 2020.

Grein­end­ur segja ákvörðun Toyota til marks um að fyr­ir­tækið sé komið á fleygi­ferð í þróun og smíði sjálfek­inna bíla framtíðar­inn­ar.  Þar sé jap­anski bílsmiður­inn að hasla sér völl á víg­velli sem býður upp á harða sam­keppni við helstu bíla­fram­leiðend­ur heims og tækn­irisa á borð við Google og Ali­baba.

Tækni­búnaður frá bæði Toyota og Uber verður samþættuð fyr­ir nýja bíl­inn. Í fyrsta fasa bílþró­un­ar­inn­ar munu mörg hundruð bíla taka þátt, að sögn tals­manns Toyota.  Samn­ing­ur Uber og Toyota mun vera sá fyrsti  sinn­ar teg­und­ar.

mbl.is

Bílar »