Audi sviptir hulunni af e-tron

Að utan er Audi e-tron ekki of framúrstefnilegur. Ákveðið var …
Að utan er Audi e-tron ekki of framúrstefnilegur. Ákveðið var að halda í hefðbundið hönnunarmál Audi.

Mikið var um dýrðir í San Francisco í nótt þegar þýski bílaframleiðandinn Audi frumsýndi sinn fyrsta rafmagnsbíl að viðstöddum 1.600 gestum frá öllum heimshornum.

Bílablað Morgunblaðsins fylgdist með sjónarspilinu og ekki annað að sjá en að Audi-fólk hafi fulla ástæðu til að vera stolt af þessari nýjustu viðbót við framboðið.

Audi e-tron er í sportjeppastærð og með drif á öllum fjórum hjólum. Sérlega mikil vinna hefur verið lögð í að lágmarka loftmótstöðu og voru t.d. hliðarspeglar bílsins endurhannaðir til að smjúga enn betur í gegnum loftið þegar ekið er og þannig lengja drægið á einni hleðslu um 2,5 km. E-tron er einnig fáanlegur með hátæknihliðarspegli sem skiptir spegli á armi út fyrir litla myndavél utan á bilnum og skjá innan á framhurðunum og minnkar þá loftmótstaðan enn meira og eykur  drægið um 2,5 km til viðbótar.

Samkvæmt evrópskum stöðlum á drægið að vera yfir 400 km …
Samkvæmt evrópskum stöðlum á drægið að vera yfir 400 km á hleðslu.

Samkvæmt upplýsingum frá Audi er e-tron rétt rúmar 5,5 sekúndur að ná 100 km hraða og hámarkshraðinn 200 km/klst. Miðað við nýjustu Evrópustaðla er uppgefið drægi rúmir 400 km á hleðslunni.

Í Bandaríkjunum mun Audi e-tron kosta frá 74.800 dölum, jafnvirði u.þ.b. 8.150 þús. króna og er það nokkru ódýrara en Tesla Model X. Verða fyrstu eintökin af Audi e-tron vestanhafs afhent á öðrum ársfjórðungi 2019. ai@mbl.is

Farþegarýmið þykir stílhreint og nútímalegt
Farþegarýmið þykir stílhreint og nútímalegt
E-tron er m.a. búinn snjallþjóninum Alexu frá Amazon.
E-tron er m.a. búinn snjallþjóninum Alexu frá Amazon.
Bíllinn rúmar fimm manns og töluverðan farangur. Dráttargetan á að …
Bíllinn rúmar fimm manns og töluverðan farangur. Dráttargetan á að vera um 1.800 kg.
mbl.is
Loka