Uppfærður Nissan e-NV200 frumsýndur

Rafknúni sendibíllinn Nissan e-NV200.
Rafknúni sendibíllinn Nissan e-NV200.

Nis­s­an kynn­ir á at­vinnu­tækja­sýn­ing­unni í Hanno­ver, sem hefst á morg­un, föstu­dag, raf­knúna fjöl­nota sendi­bíl­inn e-NV200 sem fengið hef­ur nýja og öfl­ugri 40kWh raf­hlöðu sem dreg­ur allt að 60% lengra en fyrri kyn­slóð.

Nýja raf­hlaðan ger­ir kleift að aka bíln­um um 200 km í blönduðum akstri inn­an og utan þétt­býl­is sam­kvæmt nýja mæl­istaðlin­um WLTP og allt að 300 km í borg­arakstri ein­göngu áður en hlaða þarf að nýju.

Á þessu ári hafa um sjö þúsund fyr­ir­tæki pantað 40 kWh Nis­s­an e-NV200 sem er 128% aukn­ing frá ár­inu 2017. Þeirra á meðal eru þrjú hol­lensk leigu­bíla­fyr­ir­tæki sem pöntuðu alls 50 bíla fyr­ir 7 farþega sem notaðir verða í Rotter­dam og ná­grenni.

„Nýr Nis­s­an e-NV200 hent­ar ákaf­lega vel í farþega- og sendi­bíla­akstri á borga­svæðum víða um heim enda get­ur hann dregið allt að 300 km á hleðslunni. Sem sendi­bíll til vöru­flutn­inga Til vöru­flutn­inga rúm­ar hann tvær Europall­ett­ur sem vegið geta sam­tals allt að 705 km. Og að sjálf­sögðu hent­ar e-NV200 vel barna­fjöl­skyld­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Sá mest seldi

Rafknúni sendibíllinn Nissan e-NV200.
Raf­knúni sendi­bíll­inn Nis­s­an e-NV200.


Þar er því bætt við, að at­vinnu­bíll­inn Nis­s­an e-NV200 hafi verið sá mest seldi í sín­um flokki í Evr­ópu árin 2016 og 2017 og bendi flest til þess að svo verði einnig í ár. Auk góðrar hönn­un­ar til flutn­inga á vör­um og farþegum búi e-NV200 yfir fjöl­mörg­um tækninýj­ung­um og lausn­um Nis­s­an Leaf og sem gert hafa hann að mest selda raf­bíl ver­ald­ar.

Nis­s­an e-NV200 býr einnig yfir þeim eig­in­leika að á fleiri og fleiri stöðum á meg­in­landi Evr­ópu geta not­end­ur bíls­ins nýtt raf­hlöðu bíls­ins til að geyma og miðla raf­orku til annarra nota, t.d. með því að tengja bíl­inn inn á raf­orku­inn­tak heim­il­is þeirra eða vinnustaðar. Tækn­in nefn­ist Vehicle-to-Grid Technology (V2G) sem ger­ir eig­end­um e-NV200 og Leaf kleift að selja orku af raf­hlöðu bíls­ins inn á al­menna raf­orku­kerfið á há­anna­tíma þegar raf­orku­verð er hátt og kaupa á móti raf­orku inn á raf­hlöðuna utan há­anna­tím­ans þegar verðið er lægra. Hug­mynd­ina þróaði Nis­s­an upp­haf­lega. Evr­ópsk raf­orku­fyr­ir­tæki líta á V2G sem tæki­færi til að létta álagi af raf­orku­kerf­un­um og eig­end­ur bíl­anna sem leið til að afla sér auka­tekna sem mis­mun­ur raf­orku­verðsins skap­ar við kaup og sölu.

Raf­knúni farþega- og sendi­bíll­inn Nis­s­an e-NV200 kom á markað árið 2014 og hafa tæp­lega átján þúsund bíl­ar verið tekn­ir í notk­un síðan þá.

mbl.is

Bílar »