Fræknir og flottir fornbílar

Efnt var til hópreiðar fornbíla í París sl. sunnudag til að minnast þess að 120 ár eru frá því bílasýningin í París var haldin. Í gær hófust svonefndir fjölmiðladagar sýningarinnar en á fimmtudag verður hún opin almenningi og stendur yfir í hálfan mánuð.

Góð þátttaka var í hópakstri fornbílanna og kenndi þar margra afar athyglisverðra og fágaðra grasa. Bílar með svip og karakter sem vantar alveg á nútímabíla sem eru meira og minna sviplíkir.

Elsta farartækið í akstrinum var kappakstursbíllinn „La Jamais Contente“ sem útleggst sem „aldrei ánægður“. Hann er frá árinu 1899 og á honum var belgíski kappakstursmaðurinn Camille Jenatzy fyrstur manna til að aka bíl hraðar en 100 km/klst.

Með fréttinni fylgja 36 myndir frá fornbílaakstrinum í París og er sjón sögu ríkari:

mbl.is