Fyrsti rafbíll Aston Martin

Breski sport­bíla­fram­leiðand­inn Ast­on Mart­in seg­ir, að fyrsti raf­bíll bílsmiðjunn­ar myndi heita Rapi­de E. Hann verður ekki al­geng sjón  á veg­um því aðeins verða smíðuð 155 ein­tök af bíl þess­um.

Bíll­inn hef­ur ekki verið sýnd­ur í end­an­legri út­gáfu en af skýr­ing­ar­mynd fyr­ir afl­rás hans þykir mega álykta að hann verði eins og Ast­on Mart­in Rapi­de S sem breytt hef­ur verið í hrein­an raf­bíl.

Ekki í hvaða raf­bíl sem er eða hvernig sem er raf­bíl því hann er þróaður í sam­starfi við formúluliðið Williams sem fram­leiðir meðal ann­ars og þróar keppn­is­bíla í formúlu-1  og raf­geyma fyr­ir keppn­is­bíl­ana í rafformúl­unni, Formula E.

Rapi­de E fær 800 volta raf­geymi sem tek­ur 65 kíló­vatt­stund­ir raf­magns. Hann verður staðsett­ur þar sem vél, gír­kassi og bens­ín­tank­ur í Ast­on Mart­in Rapi­de S er að finna.

Tveir raf­mótor­ar munu knýja aft­ur­hjól­in en sam­an­lagt afl þeirra verður 601 hestafl. Staðhæft er að hröðun Rapi­de E muni duga til að koma bíln­um á 100 km hraða úr kyrr­stöðu á inn­an við fjór­um sek­únd­um. Þá muni bíll­inn klára hröðun úr 80 í 112 km á hálfri ann­arri sek­úndu.

Upp­gefið er að drægi Ast­on Mart­in Rapi­de E verði 321 kíló­metr­ar, sam­kvæmt nýju WLTP viðmiðunum um orku­notk­un bíla.

Fyrstu kaup­end­ur raf­bíls Ast­on Mart­in fá ein­tök sín á fjórða árs­fjórðungi næsta árs, 2019. Miðað við að ein­ung­is 155 ein­tök verði smíðuð má ganga út frá því að  hvert þeirra kosti drjúg­an skild­ing­inn.

mbl.is

Bílar »