Sala á bifreiðum á pari við sölu árið 2016

Bílasalan í ár er ögn minni en í fyrra.
Bílasalan í ár er ögn minni en í fyrra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við höf­um ekki stór­ar áhyggj­ur af bíla­markaðnum á Íslandi og það er lang­ur veg­ur frá því að um hrun á markaðnum sé að ræða enda var sept­em­ber­mánuður þriðji mesti sölu­mánuður­inn frá 2008. 435 ný­skrán­ing­ar á bif­reiðum voru gerðar frá 1. til 20. októ­ber og bú­ast má við 200 til 300 skrán­ing­um í viðbót út mánuðinn. Það sem af er þessu ári hafa 16.400 bif­reiðar verið seld­ar.“

Þetta seg­ir María Jóna Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bíl­greina­sam­bands­ins í Morg­un­blaðinu  í dag. Hún seg­ir að ef skoðaðar séu töl­ur frá 1. janú­ar til 30. sept­em­ber 2016 og töl­ur frá sama tíma­bili 2018 sé sala bif­reiða á pari við 2016. Árið 2017 var síðan stærsta árið í bíla­sölu á Íslandi.

„Ef við tök­um sölu ný­skráðra bif­reiða 2017 og nú árið 2018, frá 1. janú­ar til dags­ins í dag sjá­um við 15,3% sam­drátt. En það verður að taka með í reikn­ing­inn að það vant­ar inn í töl­una 12 daga sem ger­ir það að verk­um að sam­drátt­ur­inn verður hugs­an­lega í kring­um 13%,“ seg­ir María. Hún er ekki sam­mála því að sala nýrra fólks­bíla hafi dreg­ist sam­an um 30% síðustu þrjár til fjór­ar vik­urn­ar, eins og fram kom í viðtali við Egil Jó­hanns­son, for­stjóra Brim­borg­ar, í Morg­un­blaðinu 18. októ­ber síðastliðinn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: