Nú í vikunni urðu þau tímamót, að tíuþúsundasti seldi Nissan Leaf rafbíllinn í ár var afhentur eiganda sínum í Noregi.
„Afskaplega dægileg tala og ég þakka hverjum og einum kaupanda fyrir að velja sér Nissan Leaf. Við erum stolt og ekki síður auðmjúk vegna þeirrar stöðu sem Leaf hefur skapað sér í Noregi,“ segir forsvarsmaður Nissan Nordic Europe í t ilkynningu.
Nissan er fyrsti bílsmiður heims sem raðsmíðar hreina rafbíla. Með tímanum hefur tekist að stytta afhendingartíma bílanna og er hann nú kominn niður í um þrjá mánuði.
Nissan Leaf er ekki einungis söluhæstur bíla í Noregi, hann er jafnframt söluhæsti rafbíll Evrópu. Lætur nærri að seldur sé einn nýr Leaf hverja tíundu mínútu.