Hlaupahjól í bann á gangstéttum

Það er vandaverk að aka hlaupahjóli á gangstéttum, innan um …
Það er vandaverk að aka hlaupahjóli á gangstéttum, innan um gangandi vegfarendur, eins og hér má sjá í París. AFP

Raf­knún­um hlaupa­hjól­um hef­ur fjölgað mjög hratt í stór­um frönsk­um bæj­um og borg­um und­an­far­in miss­eri. Nú hef­ur verið bannað, að viðlagðri sekt, að aka þeim á gang­stétt­um í Par­ís.

Þar sem og ann­ars staðar þótti sem gang­andi veg­far­end­ur væru í vissri hættu vegna hlaupa­hjól­anna sem sóttu mjög upp á gang­stétt­ar í stað þess að halda sig á göt­un­um.

Skort hef­ur þótt á regl­um um notk­un raf­hlaupa­hjóla sem orðin voru al­geng á göt­um úti í stærri bæj­um Frakk­lands. Í Par­ís hafa til að mynda verið stofnuð minnst fjög­ur fyr­ir­tæki sem leigt hafa hjól af þessu tagi út, en hlaupa­hjól­in hafa gert not­end­um kleift að skutl­ast á tals­verðum hraðamilli bæj­ar­hluta.

Var í vik­unni lagt bann við notk­un þess­ara litlu raf­drifnu far­ar­tækja á gang­stétt­um og göngu­göt­um Par­ís­ar. Því ættu gang­andi veg­far­end­ur að vera hólpn­ir.

Sá sem bannið brýt­ur og verður gómaður við þá iðju má gera ráð fyr­ir að verða sektaður á staðnum um 135 evr­ur, eða sem svar­ar tæp­um 19.000 krón­um.

Raf­hlaupa­hjól­in ná venju­lega allt að 25 km/​klst hraða og geta því verið frem­ur hættu­leg á gang­stétt­um og stíg­um. Til marks um það þá slösuðust 284 manns í árekstri gang­andi veg­far­enda og litlu og snöggu far­ar­tækj­anna í Par­ís í fyrra, 2017.

mbl.is

Bílar »

Loka