Það er ekki einvörðungu óspennandi að sitja fastur í umferðarteppu; það getur líka haft skaðleg áhrif á heilsuna.
Óafvitandi fyrir ökumenn og farþega næðir mengun um þá í bílum í teppu. Segjast 90% Breta ekki hafa áttað sig á hættunni af óhreinu lofti í bílrýminu og fjöldi hefur þvert á móti talið bílinn vernda sig gegn menguninni.
Vísindamenn í Hollandi hafa með rannsóknum komist að þeirri niðurstöðu, að um klukkustund í umferðarteppu jafngildi því að ökumenn og farþegar andi að sér eiturefnum sem jafngildi því að þeir hafi reykt 180 sígarettur á ári. Þeir séu berskjaldaðir fyrir eiturefnunum.
Í könnun kom fram, að 20% fólks telur sig ekki þurfa hafa áhyggjur af mengun meðan það væri inni í bíl. Þá töldu 59% sig í mestri hættu á gangstéttum umferðargatna eða á reiðhjóli meðfram þeim. Rannsóknirnar sýndu þvert á móti að mengunin sem menn verða fyrir geti verið allt að 140% meiri inni í bíl en utan, það fer eftir umferðaraðstæðum.