Þróar rafknúinn böggí

Meyer Manx strandbíllinn var framleiddur frá 1964 til 1971.
Meyer Manx strandbíllinn var framleiddur frá 1964 til 1971.

Hinn klass­íski baðstranda­bíll er að ganga í end­ur­nýj­un lífdaga. Er Volkswagen með einn slík­an „til raun­veru­legr­ar skoðunar“, en hann yrði byggður upp af MEB-ein­ingaund­ir­vagn­in­um.

Meyer Manx strand­bíll­inn end­ur­lífgaði yrði tveggja sæta raf­bíll með sömu afl­rás og ID hlaðbak­ur­inn sem til sög­unn­ar kem­ur á næsta ári. Er að því stefnt að sýna hann á bíla­sýn­ing­unni í Genf í mars nk.

Verið er að smíða þró­un­ar­ein­tök í rann­sókn­ar- og þró­un­ar­miðstöð VW í Braunschweig í Þýskalandi. Hon­um er lýst sem nú­tíma­legri túlk­un á hinum upp­haf­lega Manx-buggí sem var með vél­ina afturí.

Um er að ræða topp­laus­an bíl með lág­um botni, sjálfst­and­andi framrúðu, sterk­legri velti­búri og stór­um hjól­um. Til skoðunar er að bæta hon­um við línu meng­un­ar­frírra svo­nefndra ID-bíla. Fyrst­an í þeirri röð frum­sýn­ir VW framan­nefnd­an hlaðbak á þriðja fjórðungi næsta árs, 2019, sam­kvæmt áætl­un­um.
   
Breska bíla­blaðið Autocar hef­ur eft­ir heim­ild­ar­manni hjá Volkswagen að strand­ar­bíll­inn sé meðal þriggja bíla­mód­ela sem  fyr­ir­mynd er sótt að í eldri mód­el. Auk hans er um að ræða „brauðið“ Buzz og nýj­an fimm dyra hlaðbak sem leynd hvíl­ir yfir en er þó lýst sem end­ur­sköp­un Bjöll­unn­ar.

Upp­haf­legi Manx-strand­bíll­inn var smíðaður til kapp­akst­urs í sandauðnum og var hönnuður hans Bruce Meyers. Hann var fram­leidd­ur á ár­un­um 1964 til 1971 og seld­ur ósam­sett­ur; það kom í hlut kaup­enda að setja hann sam­an eft­ir leiðbein­ing­um sem fylgdu í partapakk­an­um. Hann var ögn styttri en Bjall­an á þeim tíma.

Retróbíllinn nýi, VW Buzz.
Retróbíll­inn nýi, VW Buzz.
Meyer Manx strandbíllinn var framleiddur frá 1964 til 1971.
Meyer Manx strand­bíll­inn var fram­leidd­ur frá 1964 til 1971.
mbl.is

Bílar »