Að sögn frönsku útvarpsstöðvarinnar Europe 1 er helmingur sjálfvirkra hraðaratsjá í Frakklandi óstarfhæfur eða ónýtur.
Er þetta afleiðing uppreisnar svonefndra gulvestunga gegn pólitík Emmanuels Macron forseta undanfarnar vikur. Hefur fólkið krafist betri kjara og aukins kaupmáttar.
Að minnsta kosti 250 sjálfvirkar hraðasjár hafa verið eyðilagðar í mótmælunum, aðallega með því að kveikt hefur verið í þeim.