Nissan Leaf sem rafstöð

Nissan Leaf skilar rafmagni aftur inn á almenna dreifikerfið.
Nissan Leaf skilar rafmagni aftur inn á almenna dreifikerfið.

Raf­bíl­ar tappa ekki ein­vörðungu raf­magn úr dreifi­kerf­inu held­ur eru þeir líka á góðri leið með að  verða að hreyf­an­leg­um orku­ver­um er skili orku aft­ur inn á dreifi­kerfið.

Verk­efni af því tagi hef­ur hafið göngu sína í Þýskalandi með þátt­töku Nis­s­an Leaf. Raf­geym­ar raf­bíl­anna eru því þess megn­ug­ir að gera meira en bara flytja fólk frá ein­um stað til ann­ars. Þeir geta sem sagt virkað líka sem orku­forðabúr sem taka má straum úr í þágu jafn­væg­is og álags­minnk­un­ar í dreifi­kerf­inu.

Í Þýskalandi hef­ur fyr­ir­tæki að nafni The Mobility Hou­se fengið leyfi til að selja orku af bílraf­geym­um inn á hið al­menna raf­dreifi­kerfi lands­ins og koma upp nauðsyn­leg­um búnaði til þess.

Meðal ann­ars hef­ur þetta fyr­ir­tæki, sem að hluta til er í eigu móður­fé­lags Mercedes-Benz, Daimler,  samið við Nis­s­an um að ryðja braut­ina en síðar munu aðrir bílsmiðir bæt­ast í hóp­inn. Nis­s­an hef­ur langa reynslu af svona lausn­um sem verið hafa í notk­un í Jap­an. Hafa þær nú verið viður­kennd­ar í Þýskalandi, að sögn frétta­stofu Reu­ters.

Tækn­in til þess að end­ur­nýta raf­bíla­orku nefn­ist V2G, sem er stytt­ing fyr­ir enska hug­takið „Vehicle to Grid“, og með henni má skila raf­straum bíl­anna aft­ur inn á dreifi­kerfið. Seg­ir frétta­stof­an að Nis­s­an von­ist til að V2G-þjón­ust­an verði kom­in á góðan rek­spöl í Þýskalandi á næsta ári. Fyrst um sinn ganga fyr­ir­tæki og bíla­flot­ar þeirra fyr­ir og ekki hef­ur á þessu  stigi verið ákveðið hvenær einkaaðilar fá aðgang að V2G-kerfi Nis­s­an í Þýskalandi, að sögn þýsku vefsíðunn­ar electri­ve.net.

Verk­efni í svipuðum dúr og það sem hér um ræðir eru í und­ir­bún­ingi víða í Evr­ópu, m.a. bæði í Bretlandi og Dan­mörku.

mbl.is

Bílar »