Fullkomlega raunhæfur rafmagnsbíll

Sigríður Elva fór í skemmtilegan bíltúr um suðurhluta Frakklands á sprækum og rúmgóðum – og alfarið rafdrifnum – Kia e-Niro. 

Drægi e-Niro er 455 km í blönduðum akstri, nóg pláss fyrir dæmigerða vísitölufjölskyldu og farangur, og verðið hæfilegt fyrir bíl af þessari stærð og gerð. Þar sem e-Niro gengur fyrir umhverfisvænu rafmagni gat glanninn á ritstjórninni líka ekið greitt með góðri samvisku.

Lesa má nánar um e-Niro í Bílablaði Morgunblaðsins sem kom út í dag en lengra myndband um ævintýrið í fjöllunum umhverfis Nice verður birt á næstu dögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: