Leaf á leið á toppinn

Nissan Leaf er að verða mest selda bílamódelið í Noregi …
Nissan Leaf er að verða mest selda bílamódelið í Noregi 2018.

Und­an­far­in tólf ár hef­ur Volkswagen Golf verið mest selda bíla­mód­elið í Nor­egi. Allt stefn­ir í að það taki enda í ár og að hreini raf­bíll­inn Nis­s­an Leaf setj­ist á topp­inn  í staðinn.

Frá ára­mót­um til nóv­em­ber­loka voru ný­skráð 11.584 ein­tök af Leaf og 8.778 af Golf. Mun­ur­inn þykir of mik­ill til að Golf haldi topp­sæt­inu.  

Að sögn blaðsins Ag­derposten verður að fara aft­ur til árs­ins 2005 til að finna ann­an bíl í topp­sæti lista yfir ný­skrán­ing­ar bíla í Nor­egi. Þá var Toyota Corolla í fyrsta sæti, síðan Golf þar til í ár.

Nis­s­an hafði af­hent 37.000 Leaf til Evr­ópu til nóv­em­ber­loka og þar af fóru um 12.000 til Nor­egs. Nýj­asta út­gáf­an af Leaf kom á markað í Nor­egi í fe­brú­ar sl. Þá hef­ur umboðið þar í landi getað selt og af­hent bíla með litl­um biðtíma, ólíkt mörg­um öðrum umboðum.

Sölu­töl­urn­ar fyr­ir Leaf eiga við um hann ein­an í fjór­um mis­mun­andi út­gáf­um eft­ir búnaði. Töl­urn­ar fyr­ir Golf ná hins veg­ar bæði til rafút­gáf­unn­ar, ten­gilt­vinnút­gáf­unn­ar, bens­ín­bíl, dísil­bíl, lang­bak og fjöl­nota­bíl. Af heild­inni eru þó 70% bíl­anna raf­bíl­ar.

mbl.is

Bílar »