Fyrsti tvinnbíll Subaru

Subaru Crosstrek.
Subaru Crosstrek.

Su­baru heims­frum­sýndi tvinn­bíl­inn Crosstrek Hybrid á bíla­sýn­ing­unni í Los Ang­eles og mun hann koma á markað í Banda­ríkj­un­um fyr­ir ára­mót.

Bú­ast má við að sams­kon­ar, ef ekki sama, drifrás verði í XV bíln­um þegar hann kem­ur með tvíafls­rás, en Crosstrek er hin banda­ríska út­gáfa af Su­baru XV.

Raf­drifs­búnaður Crosstrek er feng­inn frá Toyota en Su­baru not­ar hins veg­ar sín­ar eig­in boxervél­ar, gír­kassa og fjór­hjóla­drif. Bens­ín­vél­in er 137 hestafla og togið 181 Newt­on­metr­ar. Afl raf­mótors­ins er  118 hest­öfl og togið 202 Nm.

Raf­geym­ir­inn og það sem hon­um til­heyr­ir er sá hinn sami og í ten­gilt­vinn­bíln­um Prius. Gef­ur Su­baru upp að drægi bíls­ins á raf­magni einu sam­an sé 27 kíló­metr­ar, sem er aðeins helm­ing­ur þess sem Toyota gef­ur upp.

Crosstrek hef­ur það fram yfir Prius ten­gilt­vinn­bíl­inn að hann get­ur dregið aft­anívagn. Há­marksþungi drátt­ar­ins má þó aldrei vera meiri en 450 kíló.

mbl.is