Látið konuna um aksturinn

Í vetrarfærð í skammdeginu er farsælast að fara varlega og …
Í vetrarfærð í skammdeginu er farsælast að fara varlega og halda ró sinni. mbl.is/Árni Sæberg

Mikl­ar ann­ir ein­kenna vik­una fyr­ir jól­in og er um­ferðin þar eng­in und­an­tekn­ing. Tals­menn trygg­inga­fé­laga mæla með því að karl­arn­ir láti eig­in­kon­unni um akst­ur­inn þessa vik­una því minni lík­ur sé á að þær lendi í óhöpp­um.

Í vik­unni fyr­ir jól í fyrra kostuðu árekstr­ar bíla í um­ferðinni yfir 200 millj­ón­ir norskra króna, að sögn trygg­ing­ar­fé­lag­anna, eða lang­leiðina í þrjá millj­arða ís­lenskra.  Skullu bíl­ar sam­an um þúsund sinn­um á dag hvern ein­asta dag vik­unn­ar.

Talsmaður Tryg Forsikring seg­ir við vef­setrið Hogn­ar að eng­in ástæða sé til að ætla annað en að árekstr­ar verði jafn tíðir í ár, að óbreyttri hegðan í um­ferðinni. Segja þeir 22. des­em­ber ár hvert með verstu óhappa­dög­um í um­ferðinni.

Í fyrra urðu 1.993 um­ferðarslys þann dag­inn og hljóðaði viðgerðar­reikn­ing­ur­inn þann dag í fyrra upp á 37 millj­ón­ir norskra, um 500 millj­ón­ir ís­lenskra. Við stýri bíl­anna sátu í lang­flest­um til­vik­um karl­menn.  Sam­kvæmt töl­um trygg­inga­fé­lag­anna eru karl­ar á aldr­in­um 35 til 50 ára lang­verstu söku­dólgarn­ir í um­ferðinni 22. des­em­ber.    

„Karl­menn koma tvisvar sinn­um oft­ar við sögu óhappa en kon­ur. Þess vegna mæl­um við með því að kon­an aki bíln­um þenn­an dag. Það er eins og þær eigi auðveld­ar með að halda ró sinni und­ir stýri,“ seg­ir talsmaður Tryg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Bílar »