Sendibílstjórar láti skoða eistun

Færanlega skoðunarstöðin var í þessum Volkswagen Crafter.
Færanlega skoðunarstöðin var í þessum Volkswagen Crafter.

Atvinnubíladeild Volkswagen hefur skellt sér út í verkefni í heilbrigðisþjónustunni sem gengur út á að þukla eistu karla í þeim tilgangi að kanna hvort þar geti leynst æxli.

Hefur Volkswagen Crafter sendibíll verið útbúinn sérlega sem færanleg skoðunarstöð og sótti hann heim margar borgir og bæi í aðdraganda jóla. Læknar „Balls to Cancer“ líknarsamtakanna munu þar athafna sig.

Sendibílstjórum í Bretlandi býðst að gangast undir skoðun sem tekur ekki nema örskotsstund sé allt óaðfinnanlegt. Er verkefninu sérstaklega beint til þeirra.

Eistnakrabbi er vaxandi vandamál í Bretlandi. Árlega greinast um 2.500 ný tilfelli eistnakrabba eða sem svarar sex nýjum á degi hverjum. Í um 98% tilfella mun hægt að lækna menn af meininu, finnist það nógu snemma. Þrátt fyrir það sýna rannsóknir að menn láta skera hár sitt og snyrta oftar en þeir þukla eistun. Volkswagen hvetur og bílstjóra að þukla sjálfir eistun reglulega, rétt eins og þeir láta viðhaldsskoða bíla sína reglulega.

Í nóvember á sér stað sérstakt átak á Bretlandseyjum sem snýr að því að vekja fólk til vitundar um heilbrigði karla. Var viðfangsefni VW og Balls to Cancer liður í því. agas@mbl.is

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: