Óku meira en menguðu minna

Á annatíma á breskri hraðbraut.
Á annatíma á breskri hraðbraut.

Tölfræði setur hlutina oft í alveg nýtt ljós og menn fá nýja sýn á þá. Svo sem um hversu margir keyrðir kílómetrar eru eknir ár hvert.

Útreikningar af því tagi hafa verið stundaðir undanfarin ár í Bretlandi og samkvæmt opinberum tölum sem út úr þeim hafa komið, ferðuðust Bretar samtals 523 milljarða kílómetra í fyrra, 2017.

Er það meira en nokkru sinni áður, og aukning um 1,3% aukning frá 2016. Þrátt fyrir það dró úr losun gróðurhúsalofts frá ökutækjum.

Frekari sundurliðun á akstrinum leiðir í ljós, að af eknum kílómetrum lögðu fólksbílar 406 milljarða kílómetra að baki, sem er eins prósents aukning frá 2016, 82 milljarða óku sendibílar, sem er 3% aukning og 27 milljarða lögðu vöruflutningabílar að baki.

Þá var mótorhjólum ekið fimm milljarða kílómetra í Bretlandi í fyrra eða jafn mikið og árið áður, og rútur óku samtals 3,2 milljarða, sem er 3% fækkun.

Þrátt fyrir að bílum hafi fjölgað um 22% frá árinu 1990 sýna upplýsingar frá samgönguráðuneytinu í London að losun gróðurhúsalofts frá bílum hefur lækkað um 3% á sama 27 ára tímabili. Segir ráðuneytið það endurspegla meiri skilvirkni bílvéla í notkun eldsneytis.

Akstur sendibíla jókst meira en annarra bíla frá 2006. Þá jókst akstur flutningabíla 2016 og 2017 en er enn þónokkuð undir því sem var á miðjum fyrsta áratugnum. Hraðbrautir eru aðeins um 1% vegakerfisins í Bretlandi en um þær fór þó 21% bílaumferðarinnar í fyrra. Tölur ráðneytisins sýna ennfremur, að 86% fólksbíla, 84% sendibíla og 75% vöruflutningabíla aka yfir hámarkshraða á vegum sem leyfilegt er að fara um að hámarki 30 km/klst hraða. Þar sem 50 km hámarkshraði ríkir brjóta 52% hraðareglur og 48% á hraðbrautum. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: