ON opnar hlöðu við Geysi

Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri í Bláskógabyggð og Helgi Kjartansson oddviti hlaða …
Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri í Bláskógabyggð og Helgi Kjartansson oddviti hlaða bíl við hlöðu ON að Geysi í Haukadal.

Bjart var yfir hópn­um sem var mætt­ur að Geysi í Hauka­dal þegar nýj­asta hlaða Orku nátt­úr­unn­ar var tek­in í notk­un í dag. Þetta er 50. hlaðan sem ON reis­ir og er þessi búin tveim­ur hraðhleðslu­tengj­um auk Type 2 hleðslu­teng­is.

„Það er skemmti­legt að enda árið á að opna fimm­tug­ustu hlöðuna á ein­um fjöl­sótt­asta ferðamannastað lands­ins. Staðsetn­ing­in við Geysi hef­ur sterka teng­ingu við jarðhit­ann sem við hjá Orku nátt­úr­unn­ar nýt­um til að vinna raf­magn fyr­ir hin mik­il­vægu orku­skipti í sam­göng­um,“ seg­ir Berg­lind Rán Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri ON, í til­kynn­ingu.

Full­trú­ar sveita­fé­lags­ins og rekstr­araðilar af svæðinu voru ánægðir með þessa auknu þjón­ustu við ferðafólk.

„Hér er mik­il um­ferð og nán­ast all­ir ferðamenn sem koma til lands­ins eiga leið hér um. Svo geta íbú­ar Blá­skóg­ar­byggðar nýtt sér þetta líka svo við erum bara glöð með að verið sé að þétta hleðslu­netið og bæta þannig þjón­ustu við þá sem aka á raf­bíl­um“, seg­ir Ásta Stef­áns­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Blá­skóg­ar­byggðar.

Raf­bíl­um fjölg­ar ört

Bjart var yfir hópnum sem var mættur að Geysi í …
Bjart var yfir hópn­um sem var mætt­ur að Geysi í Hauka­dal þegar nýj­asta hlaða Orku nátt­úr­unn­ar var tek­in í notk­un í dag.


Mik­il aukn­ing hef­ur verið í sölu raf­bíla hér á landi. Drægi nýrra bíl­gerða vex ört. Í til­kynn­ing­unni seg­ir að ON hef­ur ein­sett sér að vera í far­ar­broddi upp­bygg­ing­ar innviða fyr­ir raf­bíla og þjóna vel þeim ört stækk­andi hópi sem raf­bíla­eig­end­ur eru. Innviðir á ferðamanna­stöðum opna svo nýja mögu­leika fyr­ir ferðafólk.

„Und­an­far­in fjög­ur ár hef­ur ON byggt upp hlöður á höfuðborg­ar­svæðinu og hring­inn í kring­um landið. ON er í for­ystu um upp­bygg­ingu innviða fyr­ir orku­skipti í sam­göng­um og því má segja að ON hafi opnað hring­inn fyr­ir þá sem kjósa um­hverf­i­s­vænsta kost­inn sem í boði er,“ seg­ir Berg­lind Rán Ólafdótt­ir, fram­kvæmda­stjóri ON.

mbl.is

Bílar »