Svo getur farið að þýsku lúxusbílasmiðirnir BMW og Daimler, móðurfélag Mercedes-Benz, tak upp samstarf á sviði rafbílasmíði.
Frá þessu skýrir fréttaveita Bloomberg, en hún segir að fyrirtækin tvö hafi nú þegar hafið skoðun á hugsanlegu samstarfi og möguleikum þess.
Sérstaklega mun það vera samstarfsmöguleikar á sviði sjálfsaksturstækni sem fyrirtækin tvö eru að athuga. Einnig að þau eigi samstarf um þróun og smíði undirvagna bíla sinna og um sameiginlega rafbílaframleiðslu. Heimildir Bloomberg herma, að samstarfið muni einungis snúast um þróun og smíði bílparta sem ekki eru sérstæð merkjunum tveimur.