Rafbíll á sölutoppinn

Nýjasta útgáfan af Nissan Leaf hefur orðið til að styrkja …
Nýjasta útgáfan af Nissan Leaf hefur orðið til að styrkja bílinn mjög í samkeppni við önnur bílamódel. AFP

Það fór eins og stefndi í haust; raf­bíll­inn Nis­s­an Leaf varð sölu­hæsta bíla­mód­elið í Nor­egi árið 2018. Er það og í fyrsta sinn sem raf­bíll er sölu­hæst­ur þar í landi.

Alls voru ný­skráð 12.303 ein­tök af Leaf sem er 263,6% aukn­ing frá ár­inu áður. Trón­ir Leaf ræki­lega á toppn­um því í öðru sæti í 9.859 ein­tök­um varð Volkswagen Golf. Er það 18,9% sam­drátt­ur frá 2018.

Leaf kom á markað í Nor­egi seint á ár­inu 2011 en það ár seld­ust 373 ein­tök. Skömmu fyr­ir nýliðin sól kom fimm­tíu þúsund­asta ein­takiði á göt­una.

Raf­bíl­ar eru orðnir ráðandi í Nor­egi því í þriðja sæti varð BMW i3 sem seld­ist í 5.687 ein­tök­um, sem er 12,9% aukn­ing, og Tesla Model X í 4.981 ein­tök­um, sem er 4,9% aukn­ing.  Alls var hlut­deild raf­bíla, tvinn- og ten­gilt­vinn­bíla í norska markaðinum 49,1% 2018.

Í fimmta sæti varð Mitsu­bis­hi Outland­er með 4.323 ein­tök, Toyota Yar­is í sjötta sæti með 3.856 ein­tök, Volvo XC60 í sjö­unda með 3.687 bíla, í átt­unda sæti varð Tesla Model S með 3.633 selda bíla, Toyota RAV4 í ní­unda með 3.627 og Renault Zoe verm­ir tí­unda sætið með 3.141 bíla.

mbl.is

Bílar »