SsangYong Rexton frumsýndur

Gestur Benediktsson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna við hinn nýja SsangYong …
Gestur Benediktsson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna við hinn nýja SsangYong Rexton jeppa.

Nýr Rext­on, lúxusjeppi frá SsangYong, verður frum­sýnd­ur hjá Bíla­búð Benna, á Krók­hálsi, á morg­un, laug­ar­dag­inn 12. janú­ar.

„Það er al­kunna að markaðshlut­deild jeppa hef­ur vaxið um­tals­vert und­an­far­in ár og sam­keppn­in þeirra í milli verið hörð. Því vek­ur alltaf at­hygli þegar gagn­rýn­end­ur fella sína dóma um þá. Eitt þekkt­asta fag­ritið um jeppa, 4X4 Magaz­ine, hef­ur valið SsangYong Rext­on sem besta fjóra­drifna bíl árs­ins,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Þar kem­ur fram, að ekk­ert hafi verið til sparað við hönn­un nýs SsangYong Rext­on.

„Rext­on er einn fárra jeppa í dag sem byggður er á grind, með læst­um milli­kassa og lágu drifi,“ seg­ir Gest­ur Bene­dikts­son, sölu­stjóri hjá Bíla­búð Benna. „Við hlökk­um til að sýna þenn­an magnaða Rext­on, það er ljóst að ríku­leg­ur staðal­búnaður, al­hliða eig­in­leik­ar sem og verðið á Rext­on eiga eft­ir að koma jeppaunn­end­um þægi­lega á óvart.“

SsangYong Rext­on, 4X4 jeppi árs­ins, verður sýnd­ur í hinum ýms­um út­færsl­um, ásamt búnaði frá Fjalla­kof­an­um, Veiðihorn­inu, Mark­inu, Stormi og Útil­egu­mann­in­um. Sýn­ing­in stend­ur frá kl. 12 til 16.

 

mbl.is

Bílar »

Loka