Við nýlega afhendingu verðlauna bandarísku umferðaröryggsistofnunarinnar IIHS (Insurance Institute for Highway Safety) fyrir öryggi í nýjum bílum fengu sjö módel Subaru hæstu mögulegu einkunnina, IIHS Top Safety Pick+.
Féllu þau í skaut 2019 árgerðanna af Ascent, Crosstrek, Impreza (sedan og 5 dyra), Legacy, Outback og WRX. Að auki hlaut nýr Forester næst hæstu einkunnina „IIHS top safety pick“.
Samkvæmt tilkynningu Subari America hefur enginn bílaframleiðandi hlotið jafn hátt hlutfall „Pick+“ einkunn IIHS og Subaru eins og sést á meðfylgjandi súluriti. Að afstaðinni verðlaunaafhendingu hafa nú alls 30 bílargerðir Subaru hlotið þessa enn strangari 1. einkunn sem IIHS gaf fyrst 2013 til að búa til flokk fyrir „framúrskarandi hátt alhliða öryggisstig“.
Allar bílgerðir Subaru eru búnar hinu háþróaa öryggiskerfi „EyeSight“ sem sérfræðingar í öryggismálum telja að sé það þróaðasta á markaðnum. Auk þess eru umræddir sjö verðlaunabílar Subaru búnir díóðuaðalljósum sem fylgja breytingum á stýrisstefnu ökumannsins.
„Við leggjum mjög krefjandi verkefni fyrir bílaframleiðendur í því skyni að bæta almennt öryggi bíla þannig að þeir standist þær margvíslegu hættulegu aðstæður sem geta komið upp í umferðinni. Í því skyni leggjum við til dæmis mikla áherslu á að allir nýir bílar séu búnir
sjálfvirkri neyðarbremsu til að afstýra ákeyrslum og ekki síður að þeir séu búnir mjög góðum framljósabúnaði sem veiti ökumanni gott öryggi í myrkri og slæmu skyggni,“ segir David Harkey, forstjóri IIHS, en alls hlutu fimmtán bílgerðir hæstu einkunnina að þessu sinni, þar af sjö frá Subaru eins og áður segir. Hægt er að kynna sér einkunnagjöfina hér.