Árleg bílasýning í Detriot í Michigan í Bandaríkjunum stendur nú sem hæst. Þar sýna bílaframleiðendur bæði bíla sem eru að koma á markað og einnig tilraunabíla sem hugsanlega gefa til kynna hvernig farartæki verða á götum eftir ár eða áratugi.
Það hefur vakið athygli á sýningunni að bílaframleiðendur virðast ætla að veðja á að sportjeppar og -jepplingar séu að leysa hefðbundna fjölskyldubíla af hólmi en sala á litlum og miðlungsstórum fjölskyldubílum hefur dregist saman í Bandaríkjunum síðustu ár.
Því eru fáir slíkir bílar til sýnis í Detroit. Meira er um sportjeppa, öfluga pallbíla, stóra jeppa og sportbíla. „Bílafyrirtæki gera sér grein fyrir því að sportjeppasprengingin mun halda áfram,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Michelle Krebs, sérfræðingi hjá bílablaðinu Autotrader.
Meðfylgjandi 20 ljósmyndir frá Detroit varpa nokkru ljósi á sýninguna.
Bandaríski bílaframleiðandinn GAC sýndi tilkomumikinn bíl sem nefndur er Entranze og minnir á dreka.
AFP
Japönsku bílaframleiðendurnir Nissan og Toyota sýndu báðir lúxusbíla í Detroit sem hugsanlega munu sjást á götunum eftir nokkur ár. Hér er IMs EV-bíll úr smiðju Nissan.
AFP
Japönsku bílaframleiðendurnir Nissan og Toyota sýndu báðir lúxusbíla í Detroit sem hugsanlega munu sjást á götunum eftir nokkur ár. Hér er Lexus LC-sportbíll frá Toyota.
AFP
Volkswagen Passat kemur nýr á næsta ári, 2020.
AFP
Pallbíllinn Ram 2500 í Detroit.
AFP
Alfa Romeo 5C Spider í Detroit.
AFP
Cadillac Eldorado árgerð 1959 trónir yfir bás Cadillac í Detroti.
AFP
Ford GT á bás Ford í Detroit.
AFP
Kia kynnti Telluride jeppann í Detroit en hann er væntanlegur á götuna 2020.
AFP
Infiniti QX hugmyndabíllinn í Detroit.
AFP
Nissan IMs EV lúxusbíllinn er enn á hugmynda- og þróunarstigi.
AFP
Infiniti Prototype 10 hugmyndabíllinn í Detroit.
AFP
Chevrolet státaði af Camaro í Detroit.
AFP
Buick Enclave Avenir í Detroit.
AFP
Volkswagen tefldi fram fjölda módela í Detroit.
AFP
Ford mætti til leiks í Detroit með hinn nýja 700+ hestafla Mustang Shelby GT 500 sem væntanlegur er á götuna 2020.
AFP
Prófa mátti sjálfekna bíla í sérstökum bílhermi í Detroit.
AFP
Jeep Rubicon sómdi sér vel í Detroit.
AFP
Ram pallbíll í Detroit.
AFP