Leaf og Kona til rafmagnaðrar hólmgöngu

Nissan Leaf e+
Nissan Leaf e+

Stofnað var til óvenjulegs einvígis á rafeindatækjasýningunni í Las Vegas (CES) í síðustu viku. Á þessari sýningu, sem snerist árum saman fyrst og fremst um heimilistæki, kynntu Hyundai og Nissan nýjar rafbílaútgáfur og stefnir í harða samkeppni þeirra um hylli neytenda.

Hyundai varð fyrri til og frumsýndi sl. haust rafútgáfu módelsins Kona sem kynnt var til sögunnar með 450 km drægi. Því svaraði Nissan í Las Vegas með nýrri útgáfu af Leaf, Leaf e+, en hið opinbera heiti er þó Nissan Leaf 3.Zero e+ Limited Edition. Er sá bíll gefin upp með 385 km drægi.

Mikilvægi þessara atburða er að þeir staðfesta áframhaldandi þróun rafgeymatækninnar sem vonast er til að uppræti á endanum drægisfælni neytenda og stuðli að vaxandi kaupum á rafbílum. Rannsóknir sýna að vatnaskil muni verða þegar drægi rafbíla nær 500 kílómetrum. Þegar því stigi verði náð muni flestir skoða rafbílakaup alvarlega.

Leaf e+ verður flaggskip Leaf-bílanna. Verður hann með nýjum 62 kílóvattstunda geymi sem er 22 kWh stærri en 40 kWh staðalgeymirinn. Þá hefur rafmótorinn verið uppfærður til að stuðla að enn frekara drægi.

Til samanburðar er rafgeymir Hyundai Kona 64 kílóvattstunda og uppgefið er að rafmótorinn skili 201 hestafli til hjólanna.

Nissan hleypti líka af stokkum í síðustu viku öðru 3.Zero módeli sem er aflminna en e+ módelið. Báðir byggjast þessir bílar á frumherja annarrar kynslóðar rafbílsins Leaf sem kom á götuna 2017. Þeir hafa þó verið verulega uppfærðir til að réttlæta hærri stöðu þeirra í Leaf-fjölskyldunni.

Aflrás e+ útgáfunnar með 62 kílóvattstunda geymi mun bjóða upp á 160 kílóvatta afl og 340 Nm upptak.

Rafbíllinn Kona er tekinn til við að sanka að sér viðurkenningum. Breska bílablaðið Auto Express útnefnd bílinn nýverið sem viðráðalegustu rafbílakaupin. Stór og öflugur rafgeymir bílsins er á góðri leið með að útrýma drægisfælni. Stór farangursgeymsla og plássgott innanrými gerir hann að valkosti sem fjölskyldubíl. Allt þykir nú stefna í harða samkeppni Kona og Leaf.

agas@mbl.is

Rafútgáfa Hyundai Kona
Rafútgáfa Hyundai Kona
Nissan Leaf e+
Nissan Leaf e+
Rafútgáfa Hyundai Kona
Rafútgáfa Hyundai Kona
Nissan Leaf e+
Nissan Leaf e+
Rafútgáfa Hyundai Kona
Rafútgáfa Hyundai Kona
Nissan Leaf e+
Nissan Leaf e+
Nissan Leaf e+
Nissan Leaf e+
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: