Á laugardag, milli 12 og 16, verður haldin sérstök kynning á tveimur tengiltvinnbílum Range Rover hjá BL við Hestháls. Um er að ræða 404 hestafla Range Rover og Range Rover Sport og eru þeir hljóðlátustu lúxusbílar Range Rover frá upphafi.
Í tilkynningu segir að bílarnir hafi allt að 51 km drægi á rafmótornum einum saman, sem ætti að nægja flestum til daglegra ferða innanbæjar. EV-stilling tryggir síðan hnökralausa skiptingu á milli bensínvélar og rafmótors
Í tengiltvinn-útgafu eru Rang Rover og Range Rover Sport búnir tveggja lítra 300 ha Si4 Ingenium bensínvél auk 85 kW rafmótors og 13 kWh rafhlöðu. Samanlagt framleiðir aflrásin því 404 hestöfl. Krafturinn dugar til að ná 100 km/klst hraða á 6,8 sekúndum í tilviki Range Rover, en 6,7 sekúndum í tilviki Range Rover Sport enda sá síðarnefndi ögn léttari.
Full hleðsla í gegnum venjulega rafmagnsinnstungu tekur sjö klukkustundir, en í heimahleðslustöð aðeins þrjá tíma.
Rafræn loftfjörðun, stöðugleikastýring, gripstjórn og spólvörn eru staðalbúnaður, auk veltivarnarstýringar, hallastýringar og rafstýrðs hemlakerfis, svo aðeins séu nefnd nokkur dæmi.
Kostar Range Rover Sport Phev frá 13.190 þúsundum króna og Range Rover Phev frá 17.390 þúsundum króna.