Rafmini með 350 km drægi

Kínverski rafbíllinn ORA R1 var sýndur á jólum og kostar …
Kínverski rafbíllinn ORA R1 var sýndur á jólum og kostar ekki mikið.

Raf­drifn­ir smá­bíl­ar hafa, vegna stærðar­inn­ar, ekki boðið upp á mikið akst­urs­drægi. Breyt­ing­ar gætu verið að eiga sér stað á því, í formi nýs raf­m­ini, ORA R1, frá kín­verska bílsmiðnum Great Wall.

Kín­verj­ar virðast ætla með þenn­an smá­bíl víða því heiti hans, ORA, er skamm­stöf­un fyr­ir „Open, Relia­ble og Alternati­ve“. Þeir kynna hann sem al­veg nýja kyn­slóð raf­bíla sem margt gott hefði til síns ágæt­is. Svo sem lága þyngd, án þess að til­taka hana frek­ar, og þröng mál, en ORA R1 er 3,49 metra lang­ur, 1,66 metra breiður og 1,56 metra hár. Raf­geym­ir­inn er 35 kíló­vatt­stunda, eða 47 hestafla og togið er 125 Nm.

Þrátt fyr­ir að vera sagður vera ódýr­asti raf­bíll heims er hann hlaðinn ör­ygg­is- og auka­búnaði, m.a. fjar­lægðarskynj­ur­um og raf­eind­a­stýr­ing­um sem gera öku­manni kleift að stýra úr fjar­lægð ýms­um starfs­kerf­um bíls­ins, þar á meðal loftræst­ingu og hurðarlæs­ing­um. Þá læt­ur bíll­inn vita hvenær tíma­bært er að fylla hann raf­magni á ný, en um 40 mín­út­ur tek­ur að hlaða geym­ana að fjór­um fimmtu í hraðhleðslu, 5-10 stund­ir við venju­lega heim­iliskló.

Þá er bíll­inn með raf­drif­inni hand­bremsu, ESP stöðug­leik­a­stýr­ingu, ASB brems­um, brekkust­arti og sex líkn­ar­belgj­um. Hann verður tengd­ur við ver­ald­ar­vef­inn. Allt þetta fæst fyr­ir sem svar­ar jafn­v­irði 1,1 til 1,4 millj­óna króna.

ORA R1 er sagður fara í raðsmíði á fyrsta árs­fjórðungi og annað mód­el, R2, á þriðja fjórðungi. Svo seg­ist Great Wall fyr­ir­tækið lofa fjór­um nýj­um mód­el­um til viðbót­ar á næsta ári.

Und­ir þetta má svo kvitta, að snjall­búnaður bíls­ins ger­ir hon­um kleift að vakna til lífs­ins með ein­földu litlu ávarpi: „Hello ORA“.

agas@mbl.is

Kínverski rafbíllinn ORA R1 var sýndur á jólum og kostar …
Kín­verski raf­bíll­inn ORA R1 var sýnd­ur á jól­um og kost­ar ekki mikið.
Kínverski rafbíllinn ORA R1 kostar ekki mikið.
Kín­verski raf­bíll­inn ORA R1 kost­ar ekki mikið.
Kínverski rafbíllinn ORA R1 kostar ekki mikið.
Kín­verski raf­bíll­inn ORA R1 kost­ar ekki mikið.
Kínverski rafbíllinn ORA R1 kostar ekki mikið.
Kín­verski raf­bíll­inn ORA R1 kost­ar ekki mikið.
Áhugasamir um ORA R1 mynda bílinn í bal og fyrir.
Áhuga­sam­ir um ORA R1 mynda bíl­inn í bal og fyr­ir.
Mælaborð kínverska rafbílsins ORA R1 er einfalt í sniðum.
Mæla­borð kín­verska raf­bíls­ins ORA R1 er ein­falt í sniðum.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bílar »