Innan við helmingur stolinna endurheimtist

Breska lögreglan telur algengt að bílum sé stolið eftir pöntun.
Breska lögreglan telur algengt að bílum sé stolið eftir pöntun.

Aðeins 45,3% stolinna bíla í Bretlandi skilar sér aftur til eigenda sinna fyrir atbeina lögreglu. Hlutfallið hefur lækkað undanfarin árin og rekur bílaritið Auto Express það að hluta til fækkunar lögreglumanna.

Síðustu fimm árin í röð hefur innan við helmingur bíla sem óvandaðir hafa komið höndum yfir komist aftur í hendur réttra eigenda. Samkvæmt upplýsingum frá bresku lögreglunni var 522.214 bílum stolið á árunum 2009 til 2018. Ekki nema 236.636 þeirra hafa verið endurheimtir.

Þótt meðaltal endurheimta undanfarinna tíu ára sé 45,3% þá er hlutfallið misjafnt eftir landsvæðum. Lögreglan á Merseyside-svæðinu, en þar er Liverpool stærst borga, hefur til að mynda verið skilvirk. Komst hún yfir 26.816 bíla af 35.624 sem stolið var 2009 til 2018, eða 75,3%.

Hlutfallslega næstbestu skil voru í Norðymbralandi eða 69,2% en þar er m.a. að finna borgirnar Newcastle og Sunderland. Í þriðja sæti varð svo Stór-Manchester með 57,8% heimtur.

Til samanburðar hefur lögreglan í Vestur-Miðlöndum aðeins haft uppi á 11,7% stolinna bíla á tímabilinu, eða 8.643 bíla af 73.644. Á þessu svæði er að finna m.a. borgirnar Wolverhampton, Coventry og Birmingham. Hlutfallslega næstverst kom út Lincolnskíri með 17,3% skil og þriðja neðsta héraðið var svo Dorset með 21,2%.

Talið er víst að margir bílanna hverfi til annarra landa og eins endi líf þeirra sumra á bílapartasölum.

agas@mbl.is

Margir stolnu bílanna eru rifnir í sundur og enda á …
Margir stolnu bílanna eru rifnir í sundur og enda á bílpartasölum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: