Hjólaði á Guðmund

Hjólin hafa löngum runnið um götur borgarinnar.
Hjólin hafa löngum runnið um götur borgarinnar. mbl.is/Golli

Hjól­reiðamenn hafa verið fyr­ir­ferðamikl­ir á göt­um borg­ar­inn­ar end­ur fyr­ir löngu sem nú, ef marka má frétt um um­ferðarslys í borg­inni frá ár­inu 1911.

Á forsíðu sinni dag­inn 14. júní það ár birt­ist svohljóðandi frétt í Vísi:

„Hjól­reiðar eru iðkaðar með meira móti á Reykja­vík­ur­göt­um um þess­ar mund­ir og mega menn gjalda var­huga við, að ekki sé riðið á þá ofan. Í gær hjólaði einn á Guðmund Bergs­son póstaf­greiðslu­mann á miðju Kirkju­stræti, en sem bet­ur fór stóðst Guðmund­ur áhlaupið og sakaði ekki.“

mbl.is

Bílar »