Hjólaði á Guðmund

Hjólin hafa löngum runnið um götur borgarinnar.
Hjólin hafa löngum runnið um götur borgarinnar. mbl.is/Golli

Hjólreiðamenn hafa verið fyrirferðamiklir á götum borgarinnar endur fyrir löngu sem nú, ef marka má frétt um umferðarslys í borginni frá árinu 1911.

Á forsíðu sinni daginn 14. júní það ár birtist svohljóðandi frétt í Vísi:

„Hjólreiðar eru iðkaðar með meira móti á Reykjavíkurgötum um þessar mundir og mega menn gjalda varhuga við, að ekki sé riðið á þá ofan. Í gær hjólaði einn á Guðmund Bergsson póstafgreiðslumann á miðju Kirkjustræti, en sem betur fór stóðst Guðmundur áhlaupið og sakaði ekki.“

mbl.is