Bílaumboðið Askja býður til jeppa- og útivistarsýningar í nýjum og glæsilegum húsakynnum Kia að Krókhálsi 13 næstkomandi laugardag milli kl 12-16.
„Stjarna sýningarinnar verður Kia Sorento Arctic Edition en honum verið breytt af Arctic Trucks fyrir íslenskar aðstæður. Hann er breyttur fyrir 31"dekk og hefur 22 cm veghæð. Kia Sorento er 200 hestöfl og hefur 8 þrepa sjálfskiptingu. Sorento Arctic Edition er sérlega dugmikill í íslenski vetrarfærð,“ segir í tilkynningu.
Að auki verður Kia Sportage í boði með veglegum vetrarpakka. Sportage er búinn hátæknivæddu fjórhjóladrifskerfi sem gerir bílnum kleift að aðlagast akstursaðstæðum áður en þær breytast sem þykir góður kostur í vetrarfærð. Í vetrarpakkanum er dráttarbeisli, vetrardekk, þverbogar og skíðafestingar. Á sýningunni verða sérfræðingar frá Fjallakofanum sem ætla að sýna allar helstu nýjungar í vetrarsportinu.
Nýverið flutti Kia í ný húsakynni að Krókhálsi 13 en það er um 4.000 fermetrar að stærð. Þar má finna aðstöðu sýningarsal fyrir nýja bíla, forgreiningu, söluskoðanir, hraðþjónustu og fullkomið bílaverkstæði með 18 vinnustöðvum. Húsið er sérhannað sérstaklega með tilliti til bílaumboðs.