Með kappaksturshetjum og kvikmyndastjörnum

Bílarnir voru fjarri því öruggir þegar Sverrir keppti. Oft mátti …
Bílarnir voru fjarri því öruggir þegar Sverrir keppti. Oft mátti litlu muna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyr­ir þá sem hyggja á glæst­an kapp­akst­urs­fer­il er ágætt að heyra hjá þeim sem reynt hafa hvernig hlut­irn­ir ganga í raun fyr­ir sig í þess­um heimi. Vissu­lega er gleðin og spenn­an mest á meðan kapp­akst­ur­inn stend­ur yfir en akst­ursíþrótta­fólk þarf að gera margt fleira en að halda um stýrið og ýta á pedal­ana.

Af mörg­um kapp­akst­urs­hetj­um Íslands er óhætt að segja að Sverr­ir Þórodds­son hafi náð lengst. Árið 1964, þá aðeins 20 ára gam­all, hélt hann til Bret­lands og keypti sér þar bíl í Formúlu 3-flokki sem þá hét Formula Juni­ors. Var hann fljót­lega kom­inn á samn­ing hjá kapp­akst­urs­skól­an­um Jim Rus­sel Rac­ing og ók sín­um bíl und­ir þeirra nafni.

Eins og gef­ur að skilja voru akst­ursíþrótt­ir á Íslandi varla til í nokk­urri mynd á þess­um tíma en Sverr­ir hafði stundað það að spana um ís­lenska mal­ar­vegi á Volkswagen Bjöllu og seg­ir hann að sá bíll – þó hann hafi ekki kom­ist mjög hratt yfir – hafi hjálpað hon­um að læra að hafa góða stjórn á öku­tæki. Þá virt­ist koma sér vel að hafa ekið við erfiðar ís­lensk­ar aðstæður því í fyrst kapp­akstri sín­um ók Sverr­ir á renn­blautri og hálli braut og hvern hring­inn á fæt­ur öðrum var hann með langt­um betri tíma en bresk­ir keppi­naut­ar hans.

Var ódýr­ara en hættu­legra

Meðal verkefna Sverris var að aðstoða John Frankenheimer við gerð …
Meðal verk­efna Sverr­is var að aðstoða John Fran­ken­heimer við gerð mynd­ar­inn­ar Grand Prix með James Garner í aðal­hlut­verki.


Sverr­ir seg­ir að það hafi kostað tölu­vert að byrja í íþrótt­inni, en á móti kom að keppn­is­bíl­arn­ir voru mun ódýr­ari og ein­fald­ari þá en þeir eru í dag. Hann glímdi við alls kyns vanda­mál í byrj­un, s.s. þegar hann skipti yfir í Bra­bham-bíl með vand­ræðavél, en hann lærði af hverj­um kapp­akstri, varð sí­fellt betri og smám sam­an fjölgaði sig­ur­titl­un­um. Þá mátti oft litlu muna:

„Á þess­um tíma var bannað að hafa ör­ygg­is­belti í kapp­akst­urs­bíl­um, ótrú­legt en satt, og ekki fyrr en 1968 að belt­in voru inn­leidd. Gerðist það í keppni fyr­ir þann tíma, í Hró­arskeldu, að ann­ar bíll fer ör­lítið út af braut­inni, svo að möl kast­ast í dekk hjá mér og það spring­ur. Við þetta end­astakkst bíll­inn minn og ég hent­ist út úr hon­um, en varð ekki meint af.“

Sverri skolaði á end­an­um til Ítal­íu og var ástæðan einkum að þar voru meiri pen­ing­ar í akst­ursíþrótt­um og verðlaun­in veg­legri, enda höfðu Ítal­irn­ir gam­an af að veðja á niður­stöður kapp­akstr­anna rétt eins og ef um væri að ræða veðreiðar. Suður á Ítal­íu fékk Sverr­ir líka að vera í kring­um fólk sem í dag er löngu komið á Ólymp­stind akst­ursíþrótt­anna, og snæddi t.d. eitt sinn há­deg­is­verð með Enzo Ferr­ari, á leið milli lands­hluta á Ítal­íu með Frank Williams. Þá urðu þeir Sverr­ir og kvik­mynda­gerðarmaður­inn John Fran­ken­heimer mestu mát­ar, en Sverr­ir var feng­inn til að aðstoða við gerð kapp­akst­urs­atriða í mynd hans Grand Prix frá 1966.

Slapp með skrekk­inn

Sverr­ir fékk samn­ing 1967 hjá ít­alska fram­leiðand­ann De Sant­is í Róm. Í fyrstu keppni árs­ins á Monza var hann að taka fram úr fremsta bíln­um í keppn­inni á síðasta hring þegar sá beygði skyndi­lega í veg fyr­ir hann og vildi ekki bet­ur til en svo að bíll­inn lenti á vegriði á 230 km hraða með þeim af­leiðing­um að hann gjör­eyðilagðist.

Næsta keppni var á Caserta, 200 km fyr­ir sunn­an Róm. Í start­inu lenti bíll á Sverri með þeim af­leiðing­um að aft­ur­hjólið brotnaði af. Þetta tjón var Sverri til happs því Caserta-kapp­akst­ur­inn átti eft­ir að rata í sögu­bæk­urn­ar sem mik­ill harm­leik­ur. Tólf bíl­ar lentu í árekstri og þrír bíl­stjór­ar létu lífið. „Þetta hræðilega slys var á forsíðu blaða og eitt versta slys í kapp­akstri til þessa,“ seg­ir Sverr­ir en tveir nán­ir vin­ir hans fór­ust: Giacomo Rus­so og liðsfé­lag­inn Romano Per­doni,.

1970 sneri Sverr­ir til Íslands reynsl­unni rík­ari, stofnaði heild­versl­un og starf­rækti flug­fé­lag um ára­bil. ai@mbl.is

mbl.is

Bílar »

Loka