Allt í rafmagni hjá Peugeot

Rafútgáfa Peugeot 208, e-208, verður frumsýnd í Genf næstu viku.
Rafútgáfa Peugeot 208, e-208, verður frumsýnd í Genf næstu viku.

Rafbílavæðingin verður allsráðandi á bás Peugeot á bílasýningunni í Genf í næstu viku. Heimsfrumsýnir franski bílsmiðurinn þar tvö ný módel, Peugoet 208 og e-208, fimm dyra rafknúinn hlaðbak.

Þá verður teflt fram þróunartvinnbílnum 508 sem kemur í tveimur rafdrifnum útgáfum, Fastback stallbakur og sem langbakur. 

Peugeot hefur einsett sér að bjóða upp á rafútgáfu allrar bílalínu sinnar frá og með 2023. Frá þessum áformum verður nánar greint á sýningunni í Genf.

Ásamt því að svipta hinn hreina rafbíl Peugeot e-208 verða frumsýndar bæði bensín- og dísilútgáfur af hinum nýja 208 stallbak. Þá verður e-Legend hugmyndabíllinn í hásæti á bás Peugeot í Genf, en rafbíll þessi er að vissu marki afturhvarf til fortíðar í útliti Peugeotbíls. Í drifrás hans verður 100 kílóvatta rafgeymir og getur rafmótor hans miðlað allt að 340 kílóvöttum af afli til hjólanna fjögurra. Snerpan dugir til að koma bílnum upp á 100 km/klst ferð úr kyrrstöðu á aðeins fjórum sekúndum. Áætlað drægi Peugeot e-Legend verður um 600 kílómetrar á fullri rafhleðslu.

Peugeot e-Legend hugmyndabíllinn verður rafknúinn eingöngu. Talar Peugeot um hann …
Peugeot e-Legend hugmyndabíllinn verður rafknúinn eingöngu. Talar Peugeot um hann sem framtíðarsýn sína á rafbílavæðinguna.
Peugeot 3008 Hybrid4 tvinnbíllinn.
Peugeot 3008 Hybrid4 tvinnbíllinn.
Ný kynslóð Peugeot 208 með nýjum bensín- og dísilvélum verður …
Ný kynslóð Peugeot 208 með nýjum bensín- og dísilvélum verður frumsýnd í Genf.
Ljónið, táknmerki Peugeot. Því verður stillt upp á bás bílsmiðsins …
Ljónið, táknmerki Peugeot. Því verður stillt upp á bás bílsmiðsins í Genf.
mbl.is