Yfir 400.000 Leaf seldir

Nýjasta útgáfan af Nissan Leaf hefur orðið til að styrkja …
Nýjasta útgáfan af Nissan Leaf hefur orðið til að styrkja bílinn mjög í samkeppni við önnur bílamódel. AFP

Nis­s­an Leaf er sölu­hæsti raf­bíll sög­unn­ar og nú hef­ur hann rofið 400.000 ein­taka múr­inn í sölu.

Að sögn Nis­s­an hafa eig­end­ur þess­ara bíla lagt að baki á ann­an tug þúsunda kíló­metra á veg­un­um.

Þessi fjöldi Leaf sem seld­ir hafa verið frá því bíll­inn kom fyrst á göt­una árið 2010 hef­ur sparað ol­íu­notk­un sem svar­ar 3,8 millj­ón­um fata á ári.

„Þessi áfangi er kröft­ug­ur vitn­is­b­urður um að 400.000 kaup­end­ur meta Nis­s­an Leaf bíl­inn sem spenn­andi kost og traust­an,“ seg­ir Daniele Schillaci markaðs- og sölu­stjóri raf­bíla hjá Nis­s­an.

Í fyrra var Leaf ekki ein­ung­is sölu­hæsti raf­bíll­inn í heim­in­um, held­ur sölu­hæsti bíll­inn af öll­um gerðum í Nor­egi.   

Sem stend­ur er Nis­s­an Leaf seld­ur í rúm­lega 50 lönd­um. Á fyrri helm­ingi árs­ins bæt­ast sjö nýir markaðir í rómönsku Am­er­íku við og á ár­inu öllu bæt­ast sjö markaðir við í Asíu og Eyja­álfu.

Nissan Leaf.
Nis­s­an Leaf.
mbl.is

Bílar »