Nokkuð hefur verið um að bílaumboðin hafi tilkynnt Neytendastofu um innkallanir bíla. Í síðustu viku bárust stofnuninni slíkar tilkynningar frá þremur bílaumboðum.
Toyota á Íslandi sagðist þurfa innkalla eina Lexus bifreið af árgerð 2018 þar sem möguleiki væri á að hjólbarðar séu ekki fullnægjandi. Við innköllun er skipt um hjólbarða.
BL sagðist þurfa innkalla Subaru Legacy og Outback bifreiðar af árgerðunum 2018. Um er að ræða 37 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er möguleg forritunarvilla í bensínmæli og hugbúnaði í mælaborði.
Loks sagðist bílaumboðið Askja þurfa innkalla Mercedes-Benz Actros vörubifreiðar af gerðunum 963 og 964. Um er að ræða 13 vörubifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að vindhlíf framan á bifreiðinni losni af. Við innköllun eru skipt um vindhlífar.
Í lok febrúar þurfti svo Brimborg að innkalla Ford bifreiðar af árgerðunum 2016 til 2018. Um var að ræða 155 bifreiðar af gerðunum Kuga, Focus, C-MAX, S-MAX, Mondeo, Galacy og Transit Connect. Ástæða innköllunarinnar var að nauðsynlegt væri að uppfæra hugbúnað beinskiptra bensínbifreiða með ecoboostvélar til að koma i veg fyrir að sprungur geti myndast í kúplingspressu.