Samdráttur hjá VW

Í höfuðstöðvum Volkswagen.
Í höfuðstöðvum Volkswagen. AFP

Volkswagensam­steyp­an sem heild seldi  2,8% færri bíla á fyrsta árs­fjórðungi miðað við sama tíma­bil í fyrra.
 
Alls seldi sam­steyp­an 2,6 millj­ón­ir bíla en sam­drátt­ur upp á 4,5% varð hjá kjarna­merk­inu sjálfu, VW.

Í Kína varð sam­drátt­ur sam­steyp­unn­ar 6,3% en þar í landi dróst heild­ar­markaður­inn sam­an um 12% svo í raun bætti hún sig þar.

mbl.is