Norðmenn virðast ekki hafa á hreinu hvernig brúka skuli stefnuljós í hringtorgum, ef marka má óformlega rannsókn í Ósló fyrir helgi. Blaðið Aftenposten segir torgin eiga vera auðveld viðfangs en nóg sé samt af mistökunum í þeim.
Í athuguninni var viðfangsefnið að kanna hversu hátt - eða lágt - hlutfall ökumanna beittu stefnuljósum rétt við akstur út úr tilteknu hringtorgi, einu því umferðarþyngsta í norska höfuðstaðnum.
Um torgið fóru 116 bílar á þeim 10 mínútum sem athugunin stóð yfir. Niðurstaðan varð sú, að tveir af hverjum þremur ökumönnum beittu stefnuljósum vitlaust, eða 78 ökumenn. Rétt beittu þeim 38 bílar.
Sögðu sérfræðingar blaðsins að svo virtist sem fólk væri búið að gleyma höfuðreglunni um að gera öðrum ökumönnum ljós áform sín í hringtorgi. Árið 1981 munu aðeins 20 hringtorg fyrirfundist í Noregi öllum en í millitíðinni hefur þeim fjölgað í um 2000.
Fyrst frændur okkar Norðmenn hafa margir hverjir ekki á hreinu hvernig aka skuli um hringtorg vaknar spurningin hvort við Íslendingar séum betri?