Jimny heimsbíll þéttbýlisbíla

Suzuki Jimny er heimsbíll borgarbíla.
Suzuki Jimny er heimsbíll borgarbíla.

Nýr Suzuki Jimny bar sigur úr býtum í flokki þéttbýlisbíla við val á „Heimsbíl ársins“ 2019, en úrslit valsins var kynnt á alþjóðlegu bílasýningunni í New York í nýliðnum apríl.

„Það er okkur mikill heiður að taka við viðurkenningunni,“ segir Toshihiro Suzuki, forstjóri Suzuki. „Jimny er hreinræktaður jeppi og sá eini sinnar gerðar í heiminum. Bíllinn á nú fjölmarga aðdáendur um allan heim sem kunna að meta einstaka hönnun hans og frábæra eiginleika, jafnt á vegum sem vegleysum. Við tökum við þessari viðurkenningu fagnandi fyrir hönd aðdáenda Jimny, fullir stolti og ástríðu til að framleiða spennandi bíla til allrar almennrar notkunar fyrir viðskiptavini okkar.”

Val á heimsbíl ársins fer fram í sex flokkum. Aðalverðlaunin, heimsbíll ársins,  hlaut Jaguar I-PACE. Heimsbíll þéttbýlisbíla varð Suzuki Jimny, heimsbíll lúxusbíla Audi A7, heimsbíll ofursportbíla McLaren 720S og heimsbíll í flokki umhverfisvænna bíla varð einnig Jaguar I-PACE.

Jimny var einnig tilnefndur fyrir hönnun ársins og varð þar í þriðja sæti.

mbl.is