Hyundai Motor hlaut á dögunum verðlaun Honest John í Bretlandi fyrir þróun og hönnun rafbílsins Kona EV sem er að mati notenda og eigenda Kona EV sá besti á markaðnum í rafbílaflokki (the Best EV). Í könnun Honest John er kusu þátttakendur Kona EV rafbíl ársins2019.
Í svörum notenda réðu góðir aksturseiginleikar, mikið drægi rafhlöðunnar og sanngjörn verðlagning úrslitum um valið, að því er segir í tilkynningu. David Ross, ritstjóri HonestJohn.co.uk, sagði við verðlaunaafhendinguna að Hyundai Kona hefði markað þáttaskil í rafbílaheiminum vegna sanngjarnrar verðlagningar og þess hversu notendavænn bíllinn væri auk þess sem mikið drægi rafhlöðunnar gæfi ökumanni kleift að aka allt að 449 km á hleðslunni.
Breskir bílkaupendur virðast sérlega ánægðir með rafbílinn Kona EV sem bíllinn var m.a. kjörinn „Bíll ársins“ og „Fjölskyldubíll ársins“ 2018 hjá Next Green Car Awards í Bretlandi vegna mikils drægi og hagkvæmni í rekstri og notkun miðað við verð. Verðlaunin komu fast á hæla verðlauna sem Hyundai Motor hlaut sem „Rafbílaframleiðandi ársins“ hjá GreenFleet Awards.
Kona EV hefur hlotið fullt hús öryggisstiga hjá Euro NCAP. Sérstaklega hlaut virka öryggis- og aðstoðarkerfið SmartSense háa einkunn hjá stofnuninni sem segir það mæta öllum ítrustu öryggiskröfum sem gerðar eru í löndum Evrópusambandsins um þessar mundir.
Meðal þess sem SmartSense býr yfir er sjálfvirk neyðarhemlun, fjarlægðarskynjari að framan til varnar árekstri, blindhornsviðvörun, aðstoð við akgreinarskipti og akgreinavari. Þá býr Kona yfir athyglisvaka sem ráðleggur um hvíld frá akstri eftir ákveðinn tíma.. Þessi öryggiskerfi eru öll í boði í Kona hér á landi í samræmi við óskir viðskiptavina og útbúnaðarstig einstakra gerða. Hægt er að kynna sér Kona EV nánar á heimasíðu Hyundai á Íslandi; hyundai.is.