Á morgun, laugardaginn 11. maí, frumsýnir Toyota nýjan Camry tvinnbíl hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota, í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og á Selfossi.
Sýningin stendur frá kl. 12 – 16 og þá verður hægt að reynsluaka bílnum sem er nú að koma aftur í sölu í Evrópu en hann hefur ekki fengist hér á landi síðan 2004.
Þetta er áttunda kynslóðin af Camry sem fyrst kom á markað árið 1982. Vinsældir Camry hafa verið miklar og og er hann mest seldi bíll í heimi i sínum stærðarflokki, að sögn Toyota. Árlega seljast 700.000 eintök í þeim 100 löndum þar sem hann er á boðstólum. Það jafngildir 35 góðum söluárum í bílum á Íslandi.
„Camry Hybrid er veglegur Sedanbíll sem hefur mikið pláss fyrir farþega og farangur og fæst í þremur útfærslum, Live+, Active og Luxury. Allar útfærslur eru með 2,5 l vél auk Hybridbúnaðar. Camry Hybrid er 218 hestöfl og verð er frá frá 6.550.000 kr.,“ segir í tilkynningu.