Vilja sameinast Renault

Merki Renault.
Merki Renault. AFP

Ítalski-banda­ríski bíla­fram­leiðand­inn Fiat Chrysler hef­ur lagt til við stjórn franska bíla­fram­leiðand­ans að fyr­ir­tæk­in sam­ein­ist á jafn­ræðis­grund­velli. Með sam­einuðu fyr­ir­tæki yrði til stór­fyr­ir­tæki á sviði bíla­fram­leiðslu.

Stjórn Renault mun koma sam­an í dag til þess að ræða til­boðið frá Fiat Chrysler. 

mbl.is

Bílar »