Aldrei fleiri bílum fargað en í fyrra

Gömlum bílum fargað hjá Hringrás.
Gömlum bílum fargað hjá Hringrás. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls voru 11.300 bílar afskráðir í fyrra, sem var metár í förgun bíla.

Endurvinnslufyrirtækið Hringrás er eitt þeirra fyrirtækja sem sjá um slíka förgun en framkvæmdastjóra fyrirtækisins sýnist ekki að dregið hafi úr förgun á þessu ári, að því er fram kemur í  umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Brotajárnið úr bílunum er selt til N-Evrópu eða Tyrklands. Í fyrra var metár í þessum efnum en þá var fargað um 11.300 bílum hér álandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: