Öðlast nýtt líf

Fiskar eiga eftir að synda um og inn í flakið …
Fiskar eiga eftir að synda um og inn í flakið af Peugeot 404 bílnum undan Líbanon.

Bíl­flök öðlast sum hver nýtt  líf, ef svo mætti segja, eft­ir að akstri þeirra um veg­ina lýk­ur.

Þetta á til að mynda við um flakið af Renault 404 sem sjá má látið síga í sæ á meðfylgj­andi ljós­mynd. Það verður hluti af neðan­sjáv­ar­rifi við eyna Zira und­an borg­inni Sidon í Líb­anon.

Auk þessa bíls slökuðu „vin­ir Zira og Sidon­strand­ar“ nokkr­um flug­vél­um, þyrl­um, her­gögn­um og bíl­um niður í sjó­inn í síðustu viku. Þar er verið að búa til neðan­sjáv­ar­gerði sem sam­tök­in segja munu með tím­an­um end­ur­nýja jafn­vægi í líf­ríki í haf­inu, auðga kór­alrif og vekja at­hygli á um­hverf­is­vernd.

Fiskar eiga eftir að synda um og inn í flakið …
Fisk­ar eiga eft­ir að synda um og inn í flakið af þess­ari þotu við eina Zire und­an Líb­anon. AFP
Aflögð tól líbanska hersins, þyrlur og stórskotabyssur, hvíla nú á …
Af­lögð tól líb­anska hers­ins, þyrl­ur og stór­skota­byss­ur, hvíla nú á hafs­botni við Zire í þágu um­hverf­is­vernd­ar. AFP
mbl.is

Bílar »