Á upplýsingafundi hjá Toyota í Tókýó í vikunni kom fram að stefnubreyting hefur átt sér stað hjá japanska bílrisanum varðandi rafvæðingu smíðisbílanna.
Breytingin felst í því að nú stefnir Toyota að því að koma sölunni upp í 5,5 milljónir tvinnbíla, tengiltvinnbíla, vetnisbíla og hreina rafbíla á árinu 2025.
Fyrir hálfu öðru ári hljóðuðu áætlanir Toyota um að ná þessu framleiðslu- og sölumagni í fyrsta lagi árið 2030. Í breyttum áherslum reiknar Toyota með að smíða milljón hreinna rafbíla á ári 2025.