Hjólað sem nemur tunglför

Mótorhjólið er af gerðinni BMW R90 Airhead frá 1987.
Mótorhjólið er af gerðinni BMW R90 Airhead frá 1987.

Maður að nafni Peter Sims keypti sér mótorhjól af gerðinni BMW R90 Airhead árið 1987, sem er svo sem ekki í frásögur færandi.

Ja, nema vegna þess að hann hefur síðan þá lagt að baki 240.000 mílur eða sem svarar 386 þúsund kílómetrum. Það er nokkurn veginn vegalengdin til tunglsins en í dag eru 50 ár liðin frá því Apolló 11 var skotið á loft með fyrstu tunglfarana.

En hvernig fara menn að því að aka 386 kílómetra á mótorhjóli? Sims hinn breski segir að hjólið batni með aldrinum. Og því meira sem það er brúkað því betra verði það. Reyndist hjólið honum vel í tíðum ferðum hans til Hollands á vit konunnar sem hann kvæntist um síðir.

Herra Sims segist engin áform hafa um að skipta gamla hjólinu út fyrir ný. Það hafi dugað honum svo vel í rúm 30 ár. agas@mbl.is

mbl.is