Bifreiðaumboðið Brimborg hefur ákveðið að innkalla 165 Volvo XC90 bifreiðar af árgerðinni 2016.
Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að kælivatnshosa morkni vegna hita og rakabreytinga, að því er fram kemur á heimasíðu Neytendastofu.
Viðgerð felst í að skipt verður um kælivatnshosuna í öllum bílum. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.