Enginn nýskráður bíll bleikur í fyrra

Nýskráningar bifreiða voru færri í fyrra en árið þar á …
Nýskráningar bifreiða voru færri í fyrra en árið þar á undan. mbl.is/​Hari

Enginn bleikur fólksbíll var nýskráður á síðasta ári. Eins og oft áður var lítið um litadýrðir í nýskráðum bílum en langflestir þeirra voru annað hvort gráir (39,1%) eða hvítir (26%) að lit.

Á eftir fylgdu þó rauðir bílar sem höfðu 11% hlutdeild og þar á eftir komu svartir bílar, sem töldu 8,7 % nýskráðra bíla. Þetta og fleira kemur fram í árbók Bílgreinasambandsins en þar segir einnig að hækkandi aldur bílaflotans á Íslandi hafi mátt merkja í fyrsta skipti í fyrra eftir nokkurra ára tímabil þar sem bílaflotinn yngdist.

Er þetta þróun sem þarf að snúa við, segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, enda nýrri bílar umhverfisvænni og öruggari.

Þyrftu stjórnvöld að koma til móts við neytendur í þessu með ívilnunum af einhverju tagi, að  því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: