Bifreiðar bíða í röðum eftir nýjum eigendum

Nýir bílar í Sundahöfn.
Nýir bílar í Sundahöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Spánýir bílar stóðu í röðum á athafnasvæði Eimskips í gær þegar ljósmyndari átti þar leið hjá. Af myndinni verður ekki annað séð en að rauðir, svartir, gráir og hvítir bílar séu einna helst á óskalistum kaupenda.

Samkvæmt tölum FÍB um aldur bílaflotans fór hann lækkandi undanfarin ár, þar til á síðasta ári, en þá var meðalaldur fólksbílaflotans 12,4 ár, þ.e. aldur allra skráðra fólksbíla.

Nýjustu upplýsingar frá Evrópu eru frá árinu 2016. Það ár var meðalaldur fólksbíla um 11 ár og meðalaldur atvinnubifreiða var 12 ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: