Nýr og þróttmeiri Juke

Hinn nýi Nissan Juke verður kynntur hjá BL í janúar …
Hinn nýi Nissan Juke verður kynntur hjá BL í janúar næstkomandi.

Ný og breytt kyn­slóð sportjepp­lings­ins Nis­s­an Juke var kynnt í gær, 3. sept­em­ber, en bíll­inn fer í nóv­em­ber á markaði fimm helstu stór­borga Evr­ópu, þar sem búa um ein millj­ón eig­enda að Juke. Ný kyn­slóð Juke er vænt­an­leg til BL í janú­ar næst­kom­andi.

„Nýr Juke hef­ur tekið spenn­andi og þrótt­mikl­um út­lits­breyt­ing­um þar sem skerpt hef­ur verið bet­ur á vin­sæl­um meg­in­ein­kenn­um ytri ásýnd­ar jepp­lings­ins, m.a. með auk­inni áherslu á V-laga fram­grillið og nýja hönn­un efri fram­ljósa sem eru eins kon­ar fram­leng­ing á V-laga grill­inu auk þess sem hring­laga og ein­kenn­andi aðallukt­ir Juke hafa fengið spenn­andi upp­færslu með þriggja arma díóðulýs­ingu frá miðju ljóss­ins og til ytri brúna lukt­ar­inn­ar. Þá má geta þess að val sport­leg­ar 19 tommu ál­felg­ur auka enn á þrótt­mikið út­lit nýja bíls­ins,“ að því er seg­ir í til­kynn­ingu vegna frum­sýn­ing­ar bíls­ins, sem er stærri en for­ver­inn og end­ur­hannað farþega­rýmið því meira en áður.

Þannig er Juke nú rúm­ir 4,2 metr­ar að lengd, breidd­in 1,8 m og hæðin tæp­ir 1,6 metr­ar. Fóta­rými farþega í aft­ur­sæt­um er um sex cm meira en áður, höfuðpláss er meira og sæt­isstaða öku­manns og aðgengi hans að stjórn­búnaði hef­ur einnig verið bætt til að auka þæg­indi og ör­yggi í akstri. Þá hef­ur far­ang­urs­rýmið aft­ur í verið aukið um 20% eða í 422 lítra. Einnig hef­ur geymslupláss fyr­ir ýmsa smá­hluti verið aukið. Þrátt fyr­ir stærri og rúm­betri Juke er nýi jepp­ling­ur­inn 23 kg létt­ari en nú­ver­andi gerð og á stífari und­ir­vagni sem eyk­ur stöðug­leika og ör­yggi í akstri og meiri akst­urs­ánægju.

Ný vél

Juke verður til að byrja með boðinn með þriggja strokka eins lítra 117 hestafla bens­ín­vél með forþjöppu. Hægt verður að velja um sex gíra bein­skipt­ingu eða sjö gíra sjálf­skipt­ingu með tvö­faldri kúpl­ingu, sem hvor um sig auka vélaraf­köst, eldsneyt­isnýt­ingu og mýkt í akstri. Við sjálf­skipt­ing­una eru þrjár akst­urs­still­ing­ar í boði, Eco, Stand­ard og Sport.

Í til­kynn­ingu seg­ir að nýr Juke sé bú­inn marg­vís­legri nýrri tækni á sviði ör­ygg­is og þæg­inda. Þar á meðal aðstoðarbúnaðinum Nis­s­an ProPI­LOT með aðstoðar­stýr­ingu, eft­ir­liti með blindsvæðum og sjálf­virkri hröðun sem hæg­ir eða eyk­ur hraðann í sam­ræmi við um­ferðarþunga og stöðvar bíl­inn ef þörf kref­ur. Meðal staðal­búnaðar er að ör­yggis­kerfið ber kennsl á gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur og virkj­ar neyðar­heml­un Juke ger­ist þess þörf. Juke ber einnig kennsl á hraðamerk­ing­ar og veg­lín­ur auk þess sem hann fylg­ist með aðvíf­andi um­ferð aft­an við bíl­inn og held­ur hon­um á sinni ak­rein sé ann­ar bíll á leið fram úr.

Gott afþrey­ing­ar­kerfi

Juke er einnig bú­inn afþrey­ing­ar­kerf­inu Nis­s­an Conn­ect in­fotain­ment sem inni­fel­ur m.a. Bose Per­sonal Plus hljóðkerfi sem er sam­hæft Apple CarPlay og Android Auto og get­ur varpað stjórn farsím­ans á 8 tommu miðlæg­an bíl­skjá­inn. Þá geta eig­end­ur Juke einnig nálg­ast síma­app til að fylgj­ast með bíln­um, t.d. því hvort hann sé læst­ur og geta læst eða aflæst bíln­um með sím­an­um ger­ist þess þörf. Þá verður einnig hægt að at­huga loftþrýst­ing­inn í dekkj­un­um og stöðu mótorol­í­unn­ar í gegn­um síma­appið svo fátt eitt sé nefnt af nýj­ung­um þeim sem fá­an­leg­ar verða í nýj­ustu kyn­slóð Juke.

Vinnurými bílstjóra hins nýja Nissan Juke.
Vinnu­rými bíl­stjóra hins nýja Nis­s­an Juke.
mbl.is